Um Grímsey

Um grímsey

Grímsey er græn, grösug og einstaklega gjöful eyja: Útvörðurinn í norðri með auðug fiskimið og litríkt fuglalíf. Frægust er Grímsey trúlega í hugum ferðamanna fyrir heimskautsbauginn og kemur fólk gjarnan langa leið til þess eins að stíga norður fyrir baug.

Grímsey er eyja 40 km norður af meginlandi Íslands. Þar er lítið þorp sem byggir afkomu sína á sjávarútvegi og er nyrsta mannabyggð Íslands. Norðurheimskautsbaugurinn gengur í gegnum eyjuna norðanverða. Eyjan þekur 5,3 ferkílómetra og rís hæst 105 metra yfir sjávarmál. Samgöngur við eyna byggjast á reglulegum ferjusiglingum frá Dalvík og flugi frá Akureyri. Í eynni hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð frá 2005. 25. apríl 2009 fór fram kosning í Grímsey og á Akureyri um hvort sveitarfélögin tvö ættu að sameinast og var það samþykkt með meirihluta atkvæða á báðum stöðum. 61 manns bjuggu í eynni árið 2019.